Vinnustofa haldin á Íslandi í samstarfi við Evrópska Blaksambandið

Vinnustofa Blaksambands Íslands var haldin 29 og 30 nóvember í samstarfi með Evrópska Blaksambandinu til þess að kynna nýtt kennslu- og námsefni fyrir blakkennslu barna á aldrinum 6-14 ára sem hefur verið í þróun síðustu tvö ár. Þau Jimmy Czimek og Tonya Blickhäuser fræddu þjálfara og kennara um áhugaverðar kennsluaðferðir og fagaðferðir fyrir hvert aldursbil fyrir sig. Markmið þessara kennsluaðferða er að bæta þekkingu og framkvæmd í blakkennslu og auka þannig árangur barna í þjálfun.

Vinnustofunum tveim var skipt í annars vegar bóklegan hluta í formi fyrirlesturs og hins vegar verklegs hluta en þátttaka í vinnustofunni var viðurkenndur hluti af þjálfararéttindum 1 hjá BLÍ.

Blaksamband Íslands þakkar þjálfurum og kennurum fyrir komuna og sérstakar þakkir til Jimmy og Tonyu fyrir vel heppnaða vinnustofu.