Yngri flokka viðburðir 2024/2025

Góðan daginn, nú er að klárast undirbúningur fyrir tímabilið 2024-2025 og er búið að ákveða dagatalið fyrir yngri flokka viðburði.

Skipt er niður í aldursflokka eftir fæðingarári

U12 – elsti árgangur 2013
U14 -elsti árgangur 2011
U16 – elsti árgangur 2009
U20 – elsti árgangur 2005

Fyrir NEVZA mótin eru árgangarnir svona:
U17 – elsti árgangur 2007
U19 – elsti árgangur 2005

Stóru mótin eru eftirfarandi:

Íslandsmót að hausti

 • Dags: 25.-27.október
 • Flokkar: U14 og U16, haustmót U12
 • Staðsetning: Kópavogur (HK)

Bikarmót
Verður haldið á tveimur helgum.

 • Dags: 6.-8. desember
 • Flokkar: U14 og U20
 • Staðsetning: Mosfellsbær (UMFA)
 • Dags: 31. janúar – 2. febrúar
 • Flokkar: U16
 • Staðsetning: Akureyri (KA) – óstaðfest 

Ef að 5 eða fleiri lið eru skráð í U14 og U16 flokka verða úrslitaleikirnir spilaðir á Kjörísbikarhelgi BLÍ 6.-9. mars 2025 í Digranesi. U20 úrslit eru kláruð í desember.

Íslandsmót að vori

 • Dags: 9.-11.maí
 • Flokkar: U16
 • Staðsetning: Húsavík (Völsungur)
 • Dags: 16.-18. maí
 • Flokkar: U12 og U14
 • Staðsetning: Ísafjörður (Vestri)

Æfingahelgar yngri flokka

Borja Gonzalez Vicente, nýr afreksstjóri mun standa fyrir æfingahelgum fyrir yngri flokka yfir árið. Ekki eru komnar staðsetningar fyrir æfingahelgarnar en reynt verður að dreifa þeim milli landshluta. 

U14

 • 8.-10. nóvember
 • 17.-19. janúar
 • 14.-16. mars
  • (alltaf samhliða neðri deilda túrneringum)

U16

 • 13.-15. desember
 • 21.-23. febrúar

U18 (elsti árgangur 2006, fyrir NEVZA U19 2025)

 • 21.-23. febrúar
 • 11.-13. apríl

Hæfileikabúðir

Hæfileikabúðirverða að venju í lok ágúst
Boðið verður upp á tvær helgar 

 • 23.-25. ágúst að Varmá í Mosfellsbæ
 • 31. ágúst – 2. September á Akureyri
  • Hæfileikabúðir fyrir árganga 2009-2012
  • Afreksbúðir fyrir árganga 2005-2008
  • Boðið upp á hádegismat
  • Verið að skoða gistingu í Bólinu við Varmá og Lundaskóla á Akureyri.
  • Skráning mun vera auglýst bráðlega og fer fram í gegnum Sportabler

Afreksstarf unglinga

Afreksstarf yngri flokka byrjar í sumar og endar með ferðum á Norðurevrópu mót (NEVZA) í október.
Æfingahelgar verða eftirfarandi:

26.-28. júlí: opnar búðir fyrir NEVZA, árgangar 2005-2008 – Kópavogur
9.-11. ágúst: opnar búðir fyrir NEVZA, árgangar 2005-2008 – Neskaupstaður
23.-25. ágúst: Afreksbúðir fyrir árganga  2005-2008 (samhliða Hæfileikabúðum) – Mosfellsbær
30.ágúst – 1. sept: Afreksbúðir fyrir árganga  2005-2008 (samhliða Hæfileikabúðum) – Akureyri
6.-8. sept: 16 manna hópar U17 kk (elsti árgangur 2007) og U19 kk (elsti árgangur 2005) – Húsavík
13.-15. sept: 16 manna hópar U17 kk+kvk og U19 kk+kvk – Mosfellsbær
27.-29. Sept: 16 manna hópur U17 kvk og U19 kvk – Hvammstangi
11-12. okt: lokahópar U17 – Reykjavík
11-13. okt: lokahópar U19 – Reykajvík
13.-17. okt: U17 landslið í Ikast (DK)
23. okt: Lokahópar U19 – Reykjavík
24.-28.okt: U19 landslið í Þórshöfn (FO)
Meiri upplýsingar um afreksstarf munu berast í sér póstum og auglýsingum. 
Öll skráning í opnar NEVZA búðir og Afreksbúðir mun fara fram í gegnum Sportabler.

Héraðsmót

Mikilvægt er að yngri keppendur spili ekki aðeins á stóru mótunum heldur kynnist keppni þar sem skemmtanargildi er haft í fyrirrúmi yfir árið. 

Þessu er sérstaklega ábótavant á höfuðborgarsvæðinu og höfum við því sett upp skjal fyrir stórhöfuðborgarliðin að skrá sig á dagsetningu. Hvert félag þarf að skrá sig til að halda eitt héraðsmót. Það má vera fyrir hvaða aldursflokk sem er og þarf ekki að vera meira en hálfur dagur í raun. Eftir að félög hafa valið dagsetningar þá aðstoða ég við að auglýsa mótið eftir þörfum en það hafa verið lið í kringum landið sem leita af þessum minni mótum sérstaklega. 

Hér er skráningaskjalið: Héraðsmót skráning.xlsx

Félög á Höfuðbrogarsvæðinu með yngri flokka starf
Afturelding
Álftanes
Blakfélag Hfj.
Fylkir
Hamar
HK
Keflavík
Leiknir R
Þróttur R

Viðburðadagatal BLÍ má svo finna hér (það á eftir að setja inn deildarleiki í Unbrokendeildum og 1. deildum): https://teamup.com/ksg1rzgafras21ft1c