Eftir góða þátttöku á fyrsta þjálfaranámskeiði BLÍ þá er búið að opna fyrir skráningu á BLÍ 2, en námskeiðið er framhald af BLÍ 1 og verður haldið helgarnar 4.-5. júlí og 11.-12. júlí nk.
Upplýsingar um dagskrá og staðsetningu koma inn fljótlega.
BLÍ mun halda áfram að bjóða þjálfurum með eftirfarandi reynslu að sitja námskeiðin sér að kostnaðarlausu núna í sumar:
- Þeir sem hafa starfað sem aðalþjálfari í a.m.k. 1 keppnistímabil hjá meistaraflokksliði í 1. deild eða úrvalsdeild Íslandsmóts.
- Þeir sem hafa starfað sem aðalþjálfari í a.m.k. 3 ár hjá liði/liðum í neðri deildum Íslandsmóts.
- Þeir sem hafa starfað sem aðalþjálfari í a.m.k. 3 ár við yngri flokka þjálfun.
Þeir þjálfara sem telja sig falla undir ofangreind viðmið geta sent tölvupóst á mótastjóra BLÍ, motastjori@bli.is , með upplýsingum um sína reynslu ásamt kennitölu. Aðrir þurfa að skrá sig á hefðbundinn máta í gegnum bli.felog.is .