Yngriflokkamót

Keppnistímabil Yngri Flokka 2024-2025

BLÍ áveður keppnishelgar og tekur við umsóknum um að halda yngri flokka mót í byrjun sumars og kynnir um leið og kostur er.
Skráning á mótin og uppsetning fer fram á skrifstofu BLÍ og kepnisfyrirkomulag er ákveðið út frá skráningu og liðafjölda í samráði við yngri flokka ráð.

Þátttökugjald á hveja keppnishelgi í Íslandsmóti:
24.000 kr fyrir 6 manna lið
18.000 kr fyrir 3 manna lið
Þátttökugjald á Bikarmóti:
30.000 kr

Þátttökugjöld verða send út með greiðsluseðlum og skulu vera greidd a.mk. 10 dögum fyrir mót.
Allir sem taka þátt í yngri flokka mótum verða að hafa greitt iðkendagjald til að teljast löglegir þátttakendur. Iðkendagjald fyrir árið (1.sept-31.ágúst) er greitt í gegnum Abler: https://www.abler.io/shop/bli.

Engar undanþágur eru veittar varðandi aldursflokka. Lið geta þó spilað sem gestalið ef að þau eru með ólöglega leikmenn en gestalið geta ekki unnið til verðlauna á mótum.

Dagsetningar:

Uppfært október 2024

Íslandsmót að hausti
Dags: 25.-27.október
Flokkar: U14 og U16, haustmót U12
Staðsetning: HK – Kópavogur (Digranes, Kórinn, og Fagrilundur).

Skráning opin til 9. október: https://forms.office.com/e/pryX1biPU1

Íslandsmót að vori
Dags: 9.-11.maí
Flokkar: U16
Staðsetning: Völsungur – Húsavík

Dags: 16.-18. maí
Flokkar: U12 og U14
Staðsetning: Vestri – Ísafjörður

Meistaramót BLÍ (U10 og U8 í 3 manna blaki)
Mótshaldari og helgi: óákveðin

Bikarmót BLÍ
Dags: 6.-8. desember
Flokkar: U14 og U20
Staðsetning: Mosfellsbær (UMFA)

Dags: 31. janúar – 2. febrúar
Flokkar: U16
Staðsetning: Akureyri (KA) – óstaðfest 

Ef að 5 eða fleiri lið eru skráð í U14 og U16 flokka verða úrslitaleikirnir spilaðir á Kjörísbikarhelgi BLÍ 6.-9. mars 2025 í Digranesi. U20 úrslit eru kláruð í desember.

Héraðsmót

Héraðsmót eru fyrst og fremst hugsuð fyrir U12 og yngri en mótshaldari skal þó reyna að bjóða upp á keppni í öllum aldurshópum í samræmi við eftirspurn í viðkomandi héraði.

Héraðsmót eru hugsuð sem æfingamót og skráningar ekki bindandi á milli móta. Félögum er frjálst að mæta á héraðsmót utan síns héraðs. Ekki þarf að veita sérstakar undanþágur varðandi liðsskipan á hérðasmótum en upplýsa þarf þjálfara og mótshaldara um þátttöku leikmanna utan viðkomandi flokks.

Félög sjá um að halda utan um Héraðsmót en geta beðið um aðstoð frá BLÍ við auglýsingar, skráningar og uppsetningu mótanna ef þess þarfnast.

Félög á höfuðborgarsvæðinu eru sértaklega hvött til þess að halda eins dags héraðsmót og geta skráð sig á helgi hér: Héraðsmót skráning.xlsx

Íslandsmót U20

Keppnistímabilið 2024-2025 munu U20 flokkar keppa í deildarkeppni. Sú deild verður blönduð með 1. deild og spilað er með deildarleikja- og helgarmótafyrirkomulagi yfir veturinn. Krýndir eru deildarmestarar og svo spila efstu 4 liðin um Íslandsmeistaratitilinn í einfaldri útsláttarkeppni.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag U20 deildanna má finna undir 1. deildum

Dómgæsla á yngri flokka mótum

Dómgæsla í U14 og U16 flokkum er á vegum þess liðs sem er í umsjón. Umsjónarlið sér um að manna aðaldómara, aðstoðardómara, tvo línuverði og tvo ritara (annar með stigaskor, rafrænt eða á blaði, og hinn að fletta).
Það þarf a.m.k. 1 frá hverju liði að vera búinn að taka leikreglunámskeið til að geta verið aðaldómari í leik ella þarf þjálfari að sjá um það hlutverk.
Leikreglunámskeið skulu vera sett upp af landsdómara innan hvers félags.

Reglugerð um dómgæslu í yngri flokkum má finna hér:

Keppnisflokkar og leikreglur (Uppfært haustið 2024)

U20 (menntaskóli – elsti árg. 2005)

Einungis er spilað í U20 flokkuð á Bikarmóti BLÍ

  • 6 manna blak
  • Spilaðar 2 unnar hrinur upp í 25 og oddahrina upp í 15 ef þarf
  • Hvert lið á tvö leikhlé í hverri hrinu
  • Hrinur vinnast með minnst 2ja stiga mun
  • Nethæð hjá drengjum er 243 cm
  • Nethæð hjá stúlkum er 224 cm
  • A.m.k. 9 leikmenn þurfa að vera skráðir í liðið
  • Skiptingar þurfa að fylgja alþjóðlegum reglum

U16 (9. og 10. bekkur – elsti árg. 2009)

Einungis þau lið sem skráð eru til leiks að hausti geta orðið Íslandsmeistarar að vori.

  • 6 manna blak
  • Spilaðar 2 unnar hrinur upp í 25 og oddahrina upp í 15 ef þarf
  • Hvert lið á tvö leikhlé í hverri hrinu
  • Hrinur vinnast með minnst 2ja stiga mun
  • Nethæð hjá drengjum er 235 cm
  • Nethæð hjá stúlkum er 224 cm
  • A.m.k. 9 leikmenn þurfa að vera skráðir í liðið
  • Skiptingar þurfa að fylgja alþjóðlegum reglum

U14 (7. og 8. bekkur – elsti árg. 2011)

Einungis þau lið sem skráð eru til leiks að hausti geta orðið Íslandsmeistarar að vori.

  • Spilað 6 manna blak
  • Spilaðar 2 unnar hrinur upp í 25 og oddahrina upp í 15 ef þarf
  • Hvert lið á tvö leikhlé í hverri hrinu
  • Hrinur vinnast með minnst 2ja stiga mun
  • Nethæð hjá drengjum er 220 cm
  • Nethæð hjá stúlkum er 215 cm
  • A.m.k. 9 leikmenn þurfa að vera skráðir í liðið
  • Frjálsar skiptingar en snúningur verður þó að haldast. Leikmaður má ekki koma inn á fyrir fleiri en einn annan leikmann.

U12 (5. og 6. bekkur – elsti árg. 2013)

Í október er haldið haustmót og í maí er Íslandsmót. Ekki þarf að skrá lið að hausti til að keppa um Íslandsmeistaratitil að vori.
Spilað er í stúlkna-, drengja- og blönduðum flokki.

  • Spilað er 3ja manna blak
  • Spilað á stórum badmintonvelli
  • Nethæð 210 cm
  • Spilað er í 2 x 8 mín (tvær hrinur) samanlögð stig hrinanna ræður úrslitum
  • Ef lið eru jöfn í lok seinni hrinu sker ein viðbótar uppgjöf þess liðs sem á næstu uppgjöf úr um úrslit leiks
  • Engin leikhlé
  • Spila þarf a.m.k. tvær snertingar
  • Móttaka skal alltaf vera með bagger (fleyg) á móti uppgjöf
  • Þrjár uppgjafir á leikmann og skulu fyrstu tvær skulu vera undirhandar, þriðja má vera yfirhandar
  • Uppgjöf alltaf fyrir aftan endalínu nema fyrir áramót þá má vera 2m inn á vellinum í undirhandar.
  • A.m.k. fjórir leikmenn þurfa að vera skráðir í liðið
  • Skipta skal inn á í uppgjöf í hverjum snúningi

U10 blönduð lið (3. og 4. bekkur – elsti árg. 2015)

Skv. reglum ÍSÍ skal ekki krýna Íslandsmeistara í aldursflokkum 10 og yngri og því verða krýndir mótsmeistarar á hverju móti fyrir sig. Mótafyrirkomulag skýrist af fjölda þátttökuliða. Mótshaldari heldur utan um skráningar og raðar mótinu niður.

  • Spilað er 3ja manna blak.
  • Spilað á stórum badmintonvelli
  • Nethæð 200 cm
  • Spilað er í 2 x 8 mín (tvær hrinur) samanlögð stig hrinanna ræður úrslitum (dómari telur)
  • Ef lið eru jöfn í lok seinni hrinu sker ein viðbótar uppgjöf þess liðs sem á næstu uppgjöf úr um úrslit leiks
  • Engin leikhlé
  • Spila þarf a.m.k. tvær snertingar
  • Móttaka skal alltaf vera með bagger (fleyg) á móti uppgjöf
  • Þrjár uppgafir á leikmann og skulu fyrstu tvær skulu vera undirhandar, þriðja má vera yfirhandar
  • Uppgjöf má vera 2m inni á vellinum unndirhanda fyrir þá sem enn eru að ná tökum á henni. Yfirhandauppgjöf skal alltaf vera fyrir aftan endalínu.
  • Ef fleiri er 3 eru í liði skal skipt inn á í uppgjöf í hverjum snúningi

U8 blönduð lið (1. og 2. bekkur – elsti árg. 2017)

Ekki eru krýndir sigurvegarar í þessum flokki og ekki talin stig. Veitt eru þátttökuverðlaun. Ekki þarf að veita sérstakar undanþágur varðandi liðsskipan á héraðsmótum en upplýsa þarf þjálfara og mótshaldara um þátttöku leikmanna utan viðkomandi flokks. Mótanefnd BLÍ beinir því til félaganna að einungis séu notaðir leikmenn utan þess flokks sem keppt er í, til þess að manna lið og/eða til þess að allir leikmenn fái tækifæri til að spila. Slíkt sé ekki gert til í þeim tilgangi að styrkja lið meðan leikmenn í viðkomandi flokki sitji á bekknum.

  • Spilað er 3ja manna blak.
  • Spilað á stórum badmintonvelli
  • Nethæð er hæð badmintonnets
  • Spilað er í 2 x 8 mín og ekki eru talin stig
  • Engin leikhlé
  • Spilað er kasta og grípa en þjalfarar mega bæta við fleyg í fyrstu snertingu og/eða að blaka boltanum yfir í þriðju snertingu einsog í U10 ef að geta er til.
  • Uppgjöf má vera af miðjum velli eða þaðan sem börnin ráða við uppgjöf. Kasta má bolta undirhandar í uppgjöf
  • Ef fleiri er 3 eru í liði skal skipt inn á í uppgjöf í hverjum snúningi