Yngriflokkamót

23/06/2020

Íslandsmót yngri flokka keppnistímabilið 2020-2021

Í vetur verður keppnisfyrirkomulag yngri flokka með örlítið breyttu sniði frá undanförnum árum. Stærsta breytingin snýr að því að keppt verður með U-liða fyrirkomulagi í stað flokkaskiptingar. Þetta einfaldar uppsetningu mótahalds og gerir BLÍ kleift að aðlaga sig ár frá ári að þeim fjölda iðkenda sem eru innan hreyfingarinnar. Þannig að í stað þess að leikið sé í 3.flokki drengja og stúlkna þá er leikið í U18 drengja og U16 stúlkna.

U18 þýðir einfaldlega að allir drengir, 18 ára á keppnistímabilinu og yngri, eru gjaldgengir í keppni U18 drengja. Sama á við um stelpunar, allar stelpur 16 ára og yngri á keppnistímabilinu eru gjaldgengar í U16 stúlkna.
Frekari upplýsingar er að finna hér neðst á síðunni en þar eru elstu gjaldgengu árgangar í hverju U-liði listaðir.

Keppnisfyrirkomulag ársins verður á þann veginn að haldin verða þrjú héraðsmót, Íslandsmót og bikarmót yfir veturinn.

Héraðsmót

BLÍ ákveður mótsstaði en skráningar og samskipti fara í gegnum mótshaldara. Mótshaldari ákveður keppnisfyrirkomulag í samráði við þau félög sem skrá sig til leiks.

Héraðsmót eru fyrst og fremst hugsuð fyrir U12 og yngri en mótshaldari skal þó reyna að bjóða upp á keppni í öllum aldurshópum í samræmi við eftirspurn í viðkomandi héraði, þ.e. fyrir U18 drengja og U16 stúlkna og niður úr, ef hægt er.

Héraðsmót eru hugsuð sem æfingamót og skráningar ekki bindandi á milli móta. Félögum er frjálst að mæta á héraðsmót utan síns héraðs.

Ekki þarf að veita sérstakar undanþágur varðandi liðsskipan á hérðasmótum en upplýsa þarf þjálfara og mótshaldara um þátttöku leikmanna utan viðkomandi flokks. Mótanefnd BLÍ beinir því til félaganna að einungis séu notaðir leikmenn utan þess flokks sem keppt er í, til þess að manna lið og/eða til þess að allir leikmenn fái tækifæri til að spila. Slíkt sé ekki gert til í þeim tilgangi að styrkja lið meðan leikmenn í viðkomandi flokki sitji á bekknum.

Dagsetningar:
 • Héraðsmót 3.-4. október (Þróttur Reykjavík – BF (3.okt) – Huginn)
 • Héraðsmót 28.-29. nóvember (HK – KA (29.okt) – Þróttur Nes)
 • Héraðsmót 30.-31. janúar (Vantar á suðurlandinu – Völsungur (31.jan) – Huginn)

Íslandsmót

BLÍ ákveður mótsstaði. Skráning og samskipti fara í gegnum mótastjóra BLÍ.
Mótanefnd BLÍ ákveður keppnisfyrirkomulag út frá skráningu og liðafjölda.

Dagsetningar:
 • Íslandsmót 24.-25. október (U15 og U12 drengja / U14 og U12 stúlkna)
  Mótshaldari Afturelding
 • Íslandsmót 8.-9. maí (U18 og U15 drengja  / U16 og U14 stúlkna)
  Mótshaldari Þróttur Nes
 • Íslandsmót 15.-16. maí (Íslandsmót U12 / meistaramót U10 og U8)
  Mótshaldari Vestri

U18 drengja og U16 stúlkna

Í efsta aldursflokki drengja og stúlkna er einungis eitt Íslandsmót og verður það að vori. Engar undanþágur varðandi liðskipan verða veittar í þessum aldurshópi. Skráning til keppni verður auglýst síðar.

 • Spilað 6 manna blak
 • Spilað 2 eða 3 unnar hrinur, eftir fjölda liða
 • Oddahrina upp í 15
 • Hvert lið á tvö leikhlé í hverri hrinu
 • Hrinur vinnast með minnst 2ja stiga mun
 • Nethæð hjá drengjum er 235 cm
 • Nethæð hjá stúlkum er 224 cm

Mótanefnd taldi ekki þörf á því að vera með Íslandsmótstúrneringu að hausti fyrir U18 drengja og U16 stúlkna þetta tímabil. Nefndin hvetur félög til þess að bjóða iðkendum sem falla undir þennan aldursflokk (mögulega í bland við eldri leikmenn) að fá spiltíma í neðri deildum Íslandsmóts BLÍ. Leikmenn, fæddir 2001 og síðar, þ.e. þeir sem eru gjaldgengir í U-flokka, geta tekið þátt í neðrideildarmótum BLÍ án þess að hafa liðaskipti. Hægt er að skrá lið til leiks í deildarkeppni neðri deilda á meðan pláss leyfir. Skráningafrestur rennur út 25. september.

Reglugerð BLÍ opnar á þennan möguleika en með ákveðnum skilyrðum:
Gr. 1.8 „Leikmenn í U-flokkum mega spila með liðum í öllum deildum þó eingöngu tveimur liðum síns félags hverju sinni (á sama tíma). Þrátt fyrir þessa undanþágu mega þeir einungis spila með einu liði á hverju helgarmóti í Deildakeppninni fyrir sig. Ætli leikmaður í U-flokkum að nýta sér þessa undanþágu þarf félag hans að tilgreina mótastjóra BLÍ með hvaða tveimur liðum leikmaðurinn muni leika á tímabilinu. Hyggist leikmaðurinn leika með þriðja liði félagsins þarf hann að fá löggild liðaskipti innan félagaskiptagluggans.

Iðkendum í þessum aldursflokkum sem t.d. hafa nýlega byrjað að æfa íþróttina er einnig bent á mögulega þátttöku á héraðsmótum með yngri U-liðum.

U15 drengja og U14 stúlkna

Íslandsmót í þessum aldursflokki er tvískipt. Annarsvegar er spilað 3ja manna blak að hausti og hinsvegar 6 manna blak að vori – í báðum tilvikum er kynjaskipt keppni. Krýndir verða Íslandsmeistarar í 3ja manna blaki að hausti og Íslandsmeistarar í 6 manna blaki að vori.

Engar undanþágur varðandi liðsskipan verða veittar, hvorki í 3ja manna blaki né 6 manna blaki hjá þessum aldurshópi.

3 manna blak

Skráning í 3ja manna blak fer fram að hausti og er sú skráning bindandi.

 • Spilað 3ja manna blak
 • Spilað á blakvelli (breiður/stuttur eða 9 x 4,5 m hvor helmingur)
 • Spilað 2 eða 3 unnar hrinur, eftir fjölda liða
 • Oddahrina upp í 15
 • Hvert lið á tvö leikhlé í hverri hrinu
 • Hrinur vinnast með minnst 2ja stiga mun
 • Nethæð hjá drengjum er 220 cm
 • Nethæð hjá stúlkum er 215 cm
 • Frjálsar skiptingar

6 manna blak

Skráning í Íslandsmót í 6 manna blaki fer fram að vori og er sú skráning bindnandi.

 • Spilað 6 manna blak
 • Spilað 2 eða 3 unnar hrinur, eftir fjölda liða
 • Oddahrina upp í 15
 • Hvert lið á tvö leikhlé í hverri hrinu
 • Hrinur vinnast með minnst 2ja stiga mun
 • Nethæð hjá drengjum er 220 cm
 • Nethæð hjá stúlkum er 215 cm
 • Frjálsar skiptingar

U12 drengja og stúlkna
Spilað er 3ja manna blak. Skráning í Íslandsmót fer fram að hausti. Skráð er í tvo getustigsflokka (A og B) fyrir áramót en eftir áramót er leikið í deildum.

Skráning í mótið er bindandi fyrir báða mótshlutana og einungis þau lið sem skráð eru til leiks að hausti geta orðið Íslandsmeistarar að vori. Engar undanþágur varðandi liðsskipan verða veittar að hausti.

 • Spilað á badmintonvelli
 • Nethæð 210 cm
 • Spilað er í 2 x 8 mín (tvær hrinur) samanlögð stig hrinanna ræður úrslitum
 • Ef lið eru jöfn í lok seinni hrinu sker ein viðbótar uppgjöf þess liðs sem á næstu uppgjöf úr um úrslit leiks
 • Engin leikhlé
 • Spila þarf a.m.k. tvær snertingar
 • Móttaka skal alltaf vera með bagger (fleyg)
 • Þrjár uppgjafir á leikmann og skulu fyrstu tvær skulu vera undirhandar, þriðja má vera yfirhandar
 • Spilað á stórum badmintonvelli
 • Uppgjöf alltaf fyrir aftan endalínu nema fyrir áramót þá má vera 2m inn á vellinum í undirhandar.

Lið sem geta ekki tekið þátt að hausti en vilja senda lið til leiks að vori geta skráð lið (auglýst síðar) en hafa ekki möguleika á að leika um Íslandsmeistaratitilinn.
Lið skráð í mót að vori fara í svokallaða B-keppni og leika þar við önnur lið sem ekki gátu tekið þátt að hausti. Ekki þarf að senda inn undanþágubeiðnir varðandi liðsskipan í þessari keppni og því geta lið sameinast eða notað aðra leikmenn í U-flokkum beggja kynja til uppfyllingar.

U10 blönduð lið
Spilað er 3ja manna blak.

Skv. reglum ÍSÍ skal ekki krýna Íslandsmeistara í aldursflokkum 10 og yngri og því verða krýndir mótsmeistarar á hverju móti fyrir sig. Mótafyrirkomulag skýrist af fjölda þátttökuliða. Mótshaldari heldur utan um skráningar og raðar mótinu niður. Engar undanþágur varðandi liðsskipan eru leyfðar í þessum aldurshópi.

 • Spilað á badmintonvelli
 • Nethæð 200 cm
 • Spilað er í 2 x 8 mín (tvær hrinur) samanlögð stig hrinanna ræður úrslitum (dómari telur)
 • Ef lið eru jöfn í lok seinni hrinu sker ein viðbótar uppgjöf þess liðs sem á næstu uppgjöf úr um úrslit leiks
 • Engin leikhlé
 • Spila þarf a.m.k. tvær snertingar
 • Móttaka skal alltaf vera með bagger (fleyg)
 • Þrjár uppgafir á leikmann og skulu fyrstu tvær skulu vera undirhandar, þriðja má vera yfirhandar
 • Spilað á stórum badmintonvelli
 • Uppgjöf alltaf fyrir aftan endalínu

U8 blönduð lið

Spilað er 3ja manna blak.

Ekki eru krýndir sigurvegarar í þessum flokki og ekki talin stig. Veitt eru þátttökuverðlaun. Ekki þarf að veita sérstakar undanþágur varðandi liðsskipan á héraðsmótum en upplýsa þarf þjálfara og mótshaldara um þátttöku leikmanna utan viðkomandi flokks. Mótanefnd BLÍ beinir því til félaganna að einungis séu notaðir leikmenn utan þess flokks sem keppt er í, til þess að manna lið og/eða til þess að allir leikmenn fái tækifæri til að spila. Slíkt sé ekki gert til í þeim tilgangi að styrkja lið meðan leikmenn í viðkomandi flokki sitji á bekknum.

 • Spilað á badmintonvelli
 • Nethæð er hæð badmintonnets
 • Spilað kasta og grípa
 • Spilað er í 2 x 8 mín og ekki eru talin stig
 • Engin leikhlé
 • Spilaðar eru þrjár snertingar. Móttaka/vörn-grip-kast og boltinn settur yfir. Ef þjálfarar liða eru sammála má spila kasta-grípa án móttöku/varnar
 • Uppgjöf má vera af miðjum velli eða þaðan sem börnin ráða við uppgjöf. Kasta má bolta í uppgjöf
 • Ef fleiri er 3 eru í liði skal skipt inn á í uppgjöf í hverjum snúningi

Bikarkeppni

BLÍ ákveður mótsstaði. Skráning og samskipti fara í gegnum mótastjóra BLÍ.
Mótanefnd BLÍ ákveður keppnisfyrirkomulag út frá skráningu og liðafjölda. Skráning er bindandi fyrir mótið. Engar undanþágur varðandi liðsskipan verða veittar á bikarmóti BLÍ.

Keppt í U20, U18 og U15 drengja og U20, U16 og U14 stúlkna.

Bikarmót yngriflokka fer fram helgina 20.-21. febrúar á Akureyri. KA er mótshaldari.

Nýtt keppnisfyrirkomulag U-liða fyrir tímabilið 2020-2021:

U-liða keppni karlaElsti gjaldgengi árgangurinn tímabilið 2020-2021Nethæð
U182003235 cm
*U152006224 cm
U122009210 cm
U102011200 cm
U82013Badminton net
*fram að áramótum verður spilað 3ja manna blak og 6 manna blak eftir áramót
U-liða keppni kvennaElsti gjaldgengi árgangurinn tímabilið 2020-2021Nethæð

U202001224 cm
U162005224 cm
*U142007215 cm
U122009210 cm
U102011200 cm
U82013Badminton net
*fram að áramótum verður spilað 3ja mann blak og 6 manna eftir áramót