Yngriflokkamót

17/09/2019

Íslandsmót yngri flokka keppnistímabilið 2019-2020

Fyrirkomulag Íslandsmóts yngri flokka:

2. flokkur karla og kvenna leikur á þremur mótum en sameiginlegur árangur úr móti 2 og 3 telja til Íslandsmeistaratitils.

3. og 4. flokkur karla og kvenna munu keppa í þremur mótum í vetur og verður krýndur einn Íslandsmeistari í hverjum flokki fyrir sig. Úrslit fara eftir samanlögðum árangri allra þriggja mótanna.

Fyrirkomulag Bikarmóts yngri flokka:

Bikarmót BLÍ fyrir 2. – 4. flokk verður haldið 8.-9. febrúar 2020 í Digranesi og Fagralundi í umsjón HK.
Öllu jafna eru úrslitaleikir í bikarkeppni yngri flokka leiknir samhliða bikarúrslitum meistaraflokkanna á Bikarhelgi BLÍ. Á þessu tímabili verður þó breyting á því fyrirkomulagi og klárast bikarkeppni yngri flokka helgina 8.-9. febrúar.