Yngriflokkamót

23/06/2020

Íslandsmót yngri flokka keppnistímabilið 2020-2021 – Breytingar á keppnisfyrirkomulagi yngri flokka í Íslands- og bikarkeppnum BLÍ

Upplýsingar um mótahelgar og mótsstaði eru í vinnslu.

BLí og Yngriflokkanefnd sambandsins hafa unnið að því síðustu vikur að skoða aldursdreifingu yngri flokka í blaki, og þá sérstaklega stráka megin, með það í huga að reyna að skapa umhverfi sem eykur möguleika félaga á því að geta teflt fram kynjaskiptum liðum og einnig að reyna að fjölga strákum sem stunda blak á Íslandi.  

Niðurstaða þeirrar vinnu liggur nú fyrir og hefur verið ákveðið að gera ákveðnar breytingar á núverandi keppnisfyrirkomulagi og hefja keppni U-liða frá og með næsta keppnistímabili í stað flokkakeppni (2.fl., 3.fl, 4.fl. o.s.frv.) sem hefur verið við lýði.

Helsta breytingin er sú að BLÍ mun framvegis tala um keppni U-liða (U20, U19, U18 o.s.frv.) í stað flokka og er það gert til að einfalda keppnisfyrirkomulag sambandsins. Með því að færa keppnisfyrirkomulag í form U-liða þá er auðveldara að ákveða hvaða U-liða keppnir fara fram á hverju keppnistímabili með tilliti til fjölda leikmanna í árgöngum félaganna.

Við teljum að með þessu fyrirkomulagi séum við að stækka mengið og gera þannig fleiri félögum það mögulegt að ná að mynda lið á hverju keppnistímabili. Þetta fyrirkomulag gefur BLÍ tækifæri á að tengja saman skólastigin í grunn- og framhaldsskólum, sem við teljum að geti minnkað brottfall hjá drengjum úr blaki milli skólastiganna. Þannig geta „félagarnir“ haldið áfram að æfa og spila saman þrátt fyrir þá félagslega breytingu sem verður þegar krakkar fara upp í framhaldsskóla.

Nýtt keppnisfyrirkomulag U-liða fyrir tímabilið 2020-2021:

U-liða keppni karlaElsti gjaldgengi árgangurinn tímabilið 2020-2021Nethæð
U182003235 cm
*U152006224 cm
U122009210 cm
U102011200 cm
U82013Badminton net
*fram að áramótum verður í boði að spila bæði 3ja og 6 manna blak í U15 karla
U-liða keppni kvennaElsti gjaldgengi árgangurinn tímabilið 2020-2021Nethæð

U202001224 cm
U162005224 cm
*U142007215 cm
U122009210 cm
U102011200 cm
U82013Badminton net
*fram að áramótum verður í boði að spila bæði 3ja og 6 manna blak í U14 kvenna

Við vonum að þessar breytingar skili sér og að blakhreyfingin taki vel í þær. Við vonum líka að markmiðið að fjölga strákum í blaki á Íslandi náist og að við fáum að sjá þróun í þá átt strax á næsta keppnistímabili.