Deildarkeppni í Mizunodeild karla og kvenna hefst aftur frá og með morgundeginum, nánar til tekið miðvikudeginum 21. apríl. Þá fara fram tveir leiki í Mizunodeild karla af þeim átta deildarleikjum sem eftir eru á tímabilinu en eins og upplýst hefur verið um mun deildarkeppni í efstu og næst efstudeild ljúka í lok mánaðar. Þrír leikir fara fram á föstudaginn í Mizunodeild kvenna og fimm leikir í 1. deild kvenna um helgina.
ÚRSLITAKEPPNI
Í gær fór fram formannafundur þar sem fyrirkomulag úrslitakeppninnar var kynnt. Þetta er í fyrsta skipti í sögu úrslitakeppni BLÍ þar sem svokallað gullhrinu fyrirkomulag verður spilað í efstu deild karla og kvenna – virkilega skemmtilegt fyrirkomulag. Það felur í sér að leiknir eru tveir leikir í rimmu og úrslitin ráðast með gullhrinu ef leikar enda 1-1 milli liðanna. Fjöldi unnina hrina skiptir sem sagt engu máli í rimmunni heldur er það sigur í leiknum sjálfum sem telur og því gæti þurft að grípa til gullhrinu ef hvort lið vinnur einn leik.
Það lið sem endar ofar í deildinni fær seinni leikinn í rimmunni á sínum heimavelli og ef leikar enda 1-1 þá spilast gullhrinan í beinu framhaldi á heimavelli þess liðs.
Í Mizunodeild karla er fyrirkomulagið á þennan veginn:
Forkeppni – tveir leikir og gullhrinu fyrirkomulag ef þurfa þykir
8 liða úrslit – tveir leikir og gullhrinu fyrirkomulag ef þurfa þykir
4 liða úrslit – tveir leikir og gullhrinu fyrirkomulag ef þurfa þykir
Úrslitin eru Best of 3 – Það lið sem endaði ofar í deildakeppni fær heimaleikjarétt.
Mizunodeild kvenna:
Forkeppni milli liðanna í 3.-6. sæti. Lið í 1. og 2. sæti fara beint í undanúrslit.
Forkeppni – tveir leikir og gullhrinu fyrirkomulag ef þurfa þykir
Undanúrslit Best of 3 – Það lið sem endaði ofar í deildakeppni fær heimaleikjarétt.
Úrslit Best of 3 – Það lið sem endaði ofar í deildakeppni fær heimaleikjarétt.
1.deild kvenna:
Farið beint í undanúrslit þar sem B liðin hafa ekki þátttökurétt í úrslitakeppninni.
Undanúrslit Best of 3 – Það lið sem endaði ofar í deildakeppni fær heimaleikjarétt.
Úrslit Best of 3 – Það lið sem endaði ofar í deildakeppni fær heimaleikjarétt.