Mótahald yngri flokka

Íslandsmót yngri flokka fer fram í maí

Mótanefnd BLÍ hefur ákveðið að færa yngri flokka mót sambandsins sem voru á dagskrá í maí. 

Íslandsmót U16/14 stúlkna og U18/U15 drengja 

Helgina 8.-9. maí átti að fara fram Íslandsmót U16/U14 stúlkna og U18/U15 drengja en vegna þeirra takmarkanna sem eru í gildi í dag þá er mótið erfitt í framkvæmd. Mótið er núna á dagskrá helgina 28.-30. maí. Með því að færa mótið er mótanefnd að kaupa sér tíma, bæði til að finna frekari lausnir við framkvæmdina og einnig höldum við í vonina um frekari tilslakanir þegar nær dregur. 

Íslandsmót U12 og keppni í 10 og 8 

Mótið átti að fara fram helgina 15.-16. maí á Ísafirði en vegna þeirra takmarkanna sem við búum við þá er sama upp á teningnum þar, þ.e. mótið er erftt í framkvæmd.  

Mótanefnd hefur því ákveðið að Íslandsmót í U12 og keppni í U10 og U8 verði með sama sniði og héraðsmótin í vetur og verða landshlutaskipt. Þau hafa gengið gríðarlega vel en fyrirkomulagið hefur verið á þann veginn að mótið stendur yfir í einn dag og viðvera keppenda ca. 1,5 klst til 2,5 klst. 

Mótanefnd hefur ákveðið að mótið fari fram helgina 22.-24. maí, sem er Hvítasunnuhelgi. Mótanefnd óskar eftir umsóknum frá mótshöldurum frá öllum landsfjórðungum svo hægt sé halda mót sem víðast og að allir fái verkefni á þessum sérstöku tímum. Mótshaldari á hverjum stað getur ákveðið hvaða dagur verður fyrir valinu sem mótsdagur yfir Hvítasunnuhelgina. 

Umsóknir mótshaldara skulu berast til mótastjóra á netfangið motastjori@bli.is .

Mótanefnd hvetur félög til að senda inn umsóknir sem fyrst svo hægt sé að opinbera mótsstaði og undirbúa mótahaldið á hverjum stað fyrir sig. Umsóknarfrestur er til 1. maí. 

Skráning 

Skráning í mótin er opin og hvetur mótanefnd félögin til að skrá sín lið til leik sem fyrst. Það hjálpar til við uppsetning og skipulag á mótunum. Skráningarhlekkurinn er hér: https://forms.office.com/r/LAYNwyw3Uy

Skráningarfrestur er nú til 11. maí.