Nýskráningar í Íslandsmót BLÍ 2021-2022

Búið er að opna fyrir nýskráningar í Íslandsmótið í blaki fyrir næsta keppnistímabil. Mótastjóri tekur á móti nýskráningum félaga og liða. Skráningar þurfa að berast fyrir 10. maí.
BLÍ á grunnupplýsingar um öll félag sem eiga nú þegar lið skráð í Íslandsmót og því þarf einungis að senda inn eftirfarandi upplýsingar til mótastjóra ef félag ætlar að bæta við liði: 

  • Nafn liðs 
  • Nafn og kennitala forráðamanns 
  • Netfang og símanúmer forráðamanns 


Ef um nýskráningu félags er að ræða, þ.e. félagið á engin lið skráð á Íslandsmót og er að taka þátt í fyrsta skipti eða eftir einhverja pásu þá þarf að óska eftir skráningarblaði frá mótastjóra með því að senda póst á motastjori@bli.is

Íslandsmót BLÍ og upplýsingar um deildir: 

  1. Í Úrvalsdeild munu þau lið spila sem óska eftir því (svo fremi að þau verði ekki fleiri en 12). Athygli er vakin á eftirfarandi punktum: 
    1. Þegar fjöldi liða í Úrvalsdeild er ljós mun mótanefnd gera tillögu til stjórnar um hvort spiluð verði tvö-, þre-, eða fjórföld umferð.  
       
  2. 1. deild skal skipuð b-liðum Úrvalsdeildaliða og öðrum liðum sem kjósa að keppa í 1.deild. Verði lið í 1.deild fleiri en 12 skal deildin verða riðlaskipt og mótanefnd falið að útfæra þá skiptingu nánar. Athygli er vakin á eftirfarandi punktum: 
    1. Engin félög féllu úr deildinni eða koma upp eftir síðasta keppnistímabil. 
    2. Fleiri en eitt lið frá sama félagi geta verið í 1.deild 
    3. B-lið félags (eitt lið) getur einungis verið tengt úrvalsdeildarliðinu 
    4. Öllum félögum er frjálst að skrá/óska eftir þátttökurétti í 1.deild. 
  3. 2. deild og neðar er skv. reglugerð BLÍ leikin í formi deildarkeppni líkt og áður. Áfram er spilað í helgarmótaformi og eru 12 lið í hverri deild. Mótanefnd ákveður mótafyrirkomulag deildarkeppninnar þegar skráningar eru ljósar. 

Verðskrá keppnisgjalda tímabilið 2021-2022 

Stjórn BLÍ hefur ákveðið ný keppnisgjöld fyrir komandi tímabil. Verðskráin er komin inn á heimasíðu BLÍ, hægt er að nálgast hana hér að neðan: 

KEPPNISGJÖLD BLÍ 2021-2022