Á morgun fer fram 49. ársþing BLÍ í Íþróttamiðstöðinni. Fyrir þinginu liggja nokkrar tillögur og lagabreytingar en þinggögn má finna hér. Ársskýrsla BLÍ kom út í dag og má einnig finna þar endurskoðaða ársreikninga, rekstraráætlun fyrir 2021 og dagskrá þingsins. Ársþingið er pappírslaus og er fólki bent á að sækja sér gögnin á netið.
Þingið hefst kl. 10.00 og verður frameftir degi. Í þinghléi, eða um kl. 12.30 verður verðlaunaafhending fyrir Lið Ársins í Mizunodeild karla og kvenna árið 2021.
Kosið er um stöðu formanns BLÍ í lok þings auk tveggja stjórnarmanna og þriggja í varastjórn.