Helgin mun byrja á föstudagsmorgni kl. 9 þar sem BLI stendur fyrir endurmenntunarnámskeiði fyrir íþróttakennara í krakkablaki. Skráning fer fram hérna.
Á sama tíma eða kl. 9 á föstudagsmorgni hefst þjálfaranámskeið BLÍ 1. Frekari upplýsingar um námskeiðið má finna á þessari frétt hérna (sama dagskrá, nýjar dagsetningar) en skráningu á námskeiðið lýkur kl. 18.00 miðvikudaginn 25. ágúst. Skráning á bli.felog.is. Lágmarksfjöldi er 8 manns.
Og síðast en ekki síst eru það hæfileikabúðir og æfingahelgi U19 ára landsliðanna. Þessir viðburðir hefjast um kl. 17 á föstudeginum og standa til kl. 17 á sunnudegi. Hægt er að skrá sig hérna en skráningu lýkur á miðnætti mánudaginn 23. ágúst.