Keppt var í tveimur deildum í karlaflokki og fimm deildum í kvennaflokki og svo í unglingaflokkum drengja og stúlkna. Alls eru fjórir vellir við Fagralund og var leikið þétt á völlunum alla helgina frá fimmtudegi til sunnudags. Í gær var sannkallaður úrslitadagur þegar úrslitaleikir fóru fram en á laugardag var leikið til úrslita í unglingaflokkum.
Stefán Jökull tók myndir af verðlaunahöfum og hér birtast þær ásamt röð liða á palli.
Unglingaflokkur drengja
Íslandsmeistarar voru þeir Sigurður Kári og Jökull Jóhannsson. Í öðru sæti voru þeir Benjamín Bæring Þórsson og Markús Freyr Arnarsson og í þriðja sæti þeir Einar Arngeir Hreiðarsson og Fjölnir Logi Halldórsson.
Unglingaflokkur stúlkna
Íslandsmeistarar voru þær Agla Katrín Ketilsdóttir og Ísold Vera Viðarsdóttir og í öðru sæti Þorbjörg Rún Emilsdóttir og Arna Eiríksdóttir.
Íslandsmeistarar í karlaflokki voru þeir Miguel Mateo Castrillo og Oscar Fernandez Celis en þeir unnu Piotr og Mateuzs í úrslitaleik. Í þriðja sæti voru þeir Sigþór og Nico Toselli
Íslandsmeistarar í kvennaflokki voru þær Thelma Dögg Grétarsdóttir og Hjördís Eiríksdóttir eftir að þær unnu Matthildi Einarsdóttur og Söru Ósk Stefánsdóttur. Í þriðja sæti voru þær Paula Del Olmo og Jóna Margrét Arnarsdóttir.
Í öðrum deildum Íslandsmótsins var leikið til úrslita og má finna úrslitin inn á www.stigakerfi.net.
Í sumar var leikið í nokkrum stigamótum og voru stigameistarar verðlaunaðir í gær í Fagralundi. Stigameistari í Piotr Kempisty með 515 stig og í kvennaflokki deildu þær Matthildur og Sara Ósk stigameistaratitlinum með 435 stig.
Blakdeild HK sá um umgjörð Íslandsmótsins 2021 á þessu frábæra svæði við Fagralund. Þeim er óskað sérstaklega til hamingju með nýja svæðið og gott mótshald um helgina og þökkum við öllum þeim sjálfboðaliðum sem komu að mótinu kærlega fyrir.
Við hjá Blaksambandinu óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn.