U17 landsliðin í blaki eru nú á leiðinni heim eftir að hafa tekið þátt í Norðurevrópumóti (NEVZA) unglingalandsliða. Stelpurnar unnu þar til bronsverðaluna og strákarnir enduðu í 6. sæti.
Liðin hófu leik mánudaginn 17. október. Kevannamegin spilaði Ísland í riðli ásamt Færeyjum og Englandi. Íslensku stelpurnar unnu Færeyingana sannfærandi 3-0 en töpuðu gegn Englandi og enduðu því í öðru sæti í riðlinum. Strákarnir spiluðu í riðli með Danmörku og Svíþjóð og töpuðu báðum sínum leikjum.
Á þriðjudaginn var spilað krossspil. Þar unnu íslensku stelpurnar hörkusigur á heimakonum frá Danmörku 3-2 og komust í undanúrslit þar sem þær spiluðu á móti Norðmönnum. Leikurinn var hörkuspenanndi en tapaðist að lokum 1-3. Strákarnir spiluðu gegn Færeyjum en töpuðu naumlega öllum hirnum og leiknum 0-3.
Á miðvikudaginn var spilað til úrslita. Þar spiluðu bæði lið gegn Englandi, strákarnir um 5. sætið og stelpurnar um 3. sætið. Strákarnir töpuðu sinni baráttu 0-3 og höfnuðu því í 6. sæti á mótinu. Stelpurnar hefndu sín fyrir fyrra tap gegn Englandi og unnu sterkan 3-0 sigur og fara því heim með bronsverðlaun af mótinu.
Helena Einarsdóttir (frelsingi) og Lejla Hadziredzepovic (kantur) voru báðar valdar í draumalið mótsins og Lejla var einnig valinn besti leikmaður mótsins (MVP).
Við óskum hópnum innilega til hamingju með árangurinn. Leikmenn eru á leiðinni heim í dag með fullt af reynslu í bankanum.
Næsta NEVZA mót er U19 keppnin þar sem Ísland teflir fram liði í kvennaflokki 28.-30. október í Rovaniemi, Finnlandi.
Myndir frá danska blaksambandinu (Hamistolen Sports Photography og Henrik Petersen).