U19 æfingahópur kvenna

Borja Gonzales, aðalþjálfari U19 kvennalandsliðsins, og Gígja Guðnadóttir aðstoðarþjálfari hafa valið 14 manna æfingahóp fyrir NEVZA mót U19 sem fer fram helgina 28.-30. október í Rovaniemi Finnlandi.

Eftirfarandi leikmenn munu æfa í Varmá og Fagralundi um helgina:

Amelía Ýr Sigurðardóttir 
Ester Rún Jónsdóttir 
Heba Sól Stefánsdóttir 
Heiðbrá Björgvinsdóttir 
Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir 
Helena Einarsdóttir 
Jóna Margrét Arnarsdóttir 
Lejla Sara Hadziredzepovic 
Rut Ragnarsdóttir 
Sigrún Anna Bjarnadóttir 
Sigrún Marta Jónsdóttir 
Sóldís Björt Leifsdóttir 
Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir 
Valdís Unnur Einarsdóttir 

12 manna hópur verður kynntur á sunnudag eftir að æfingum lýkur en margir af þessum leikmönnum eru búnir að æfa stíft með A landsliðinu í sumar eða voru að koma úr U17 ferð í Danmörku í gærkvöldi.