U19 landslið kvenna í blaki er komið heim eftir að hafa tekið þátt í Norðurevrópumóti (NEVZA) unglingalandsliða. Stelpurnar kláruðu mótið í 5. sæti eftir að þær unnu tvo síðustu leikina sína með glæsibrag.
U19 hópurinn. Þjálfarar í ferðinni voru Borja Gonzáles Vicente og til aðstoðar Gígja Guðnadóttir. Sjúkraþjálfari liðsins var Mikael Þór Björnsson og liðsstjóri Einar Friðgeir Björnsson.
Liðið hóf leik föstudaginn 28. október þar sem Ísland spilaði í riðli með Noregi og Finnlandi. Í fyrsta leik spiluðu þær gegn Norðmönnum og tapaðist sá leikur 3–0 (25–22, 25–17, 25–23). Síðari leikur dagsins var á móti heimakonum frá Finnlandi og tapaðist sá leikur einnig 3–0 (25–16, 25–19, 25–21).
Laugardagurinn hófst á krossspili gegn Svíum. Íslenska liðið spilaði vel en leikurinn endaði 3-0 fyrir Svíum (25-15, 25-17, 25-20) og sæti í undanúrslitum úr sögunni. Ísland spilaði því um 5.-7. sæti með Englandi og Færeyjum.
Íslensku stelpurnar létu ekki fyrri úrslit hafa áhrif á sig og unnu æsispennandi sigur á Englandi í 5 hrinu leik 3-2 (25-12, 25-16, 20-25, 24-26, 15-7) á laugardagskvöldinu.
Á sunnudag tóku þær svo á móti Færeyjum og unnu þar sterkan sigur 3-1 (25-19, 18-25, 15-14, 17-15) og höfnuðu því í 5. sæti á mótinu. Finnar unnu mótið og töpuðu aðeins tveimur hrinum yfir helgina. Í öðru sæti uðru Danir og Svíar í því þriðja.
Jóna Margrét Arnarsdóttir, uppspilari #7, var valin mikilvægast leikmaður (MVP) íslenska liðsins.
Við óskum hópnum innilega til hamingju með árangurinn.