Hæfileikabúðir BLÍ 2024

Hæfileikabúðir BLÍ munu fara fram í lok ágúst, í Mosfellsbæ dagana 23.-25. ágúst og á Akureyri dagna 31. ágúst – 2. september.

Hæfileikabúðirnar eru ætlaðar fyrir leikmenn fædda 2009-2012 (U14 og U16 flokkar). Samhliða Hæfileikabúðunum fara fram Afreksbúðir fyrir leikmenn fædda 2005-2008 (árgangur U17 og U19 í NEVZA).

Búðirnar eru leiddar af Borja Gonzalez Vicente, afreksstjóra BLÍ og verða landsliðsþjálfarar og þjálfarar frá klúbbum landsins með honum báðar helgarnar.

Æfingar munu hefjast á föstudegi kl. 18:00 og klárast á sunnudegi kl. 14:30. Boðið verður upp á hádegismat fyrir alla þátttakendur og frítt í sund eftir æfingar á laugardegi.
Verið er að skoða gistimöguleika bæði í Mosfellsbæ og á Akureyri en athuga skal að mikilvægt er að senda fullorðinn fararstjóra frá félagi ef að leikmenn bóka skóalgistingu þar sem ekki er næturgæsla í skólunum.

Skráning í búðirnar mun opna á Sportabler 1. júlí nk.