Ungir leiðtogar í blaki – We Lead Volleyball Together (WLVT)

We Lead Volleyball Together (WLVT) verkefnið er framtak styrkt af Eramus+ sem miðar að því að styrkja ungt fólk í leiðtogahlutverkum innan blaksamfélagsins. Í verekfninu er lögð áhersla á ungt fólk, sérstaklega stelpur, á aldrinum 16-20 ára.
Þrátt fyrir að hlutfall kvenna í blaki á Íslandi sé hátt þá er hefur það ekki skilað sér í hlutverkum þjálfara, dómara og stjórnarmanna. Verkefnið er samstarf milli Íslands og blaksambanda Hollands, Noregs og Danmerkur og stefnir það að því að brúa þetta bil með því að veita ungum leiðtogum þá færni og reynslu sem þarf til að taka á sig þessi hlutverk, og þannig stuðla að meira fjölbreyttu og öflugu íþróttasamfélagi.

Fyrir blakdeildir á Íslandi býður þátttaka í WLVT verkefninu einstakt tækifæri til að vera hluti af frumlegu framtaki til að efla leiðtogahæfileika frá grunni. Blakdeildir sem verða valdnar í verkefnið munu velja 4 til 6 unga leiðtoga og einn leiðbeinanda (club mentor), sem fá þjálfun og leiðbeiningar í leiðtogafærni. Leiðbeinendur og stjórnarmenn munu einnig njóta sérhæfðrar þjálfunar sem er hönnuð til að auka getu þeirra til að styðja unga leiðtoga í ákvörðunarferli klúbbsins. Þátttaka í verkefninu er ekki aðeins tækifæri til að leggja til þróun framtíðarleiðtoga, heldur einnig til að færa nýja sýn og hugmyndir inn í starfsemi klúbbsins. Með þátttöku munu blakdeildir hjálpa til við að móta nýja kynslóð leiðtoga sem eru vel undirbúnir til að stuðla að jákvæðum breytingum bæði innan liðanna og í blakssamfélaginu öllu.
Þetta framtak mun tryggja að næsta kynslóð blakleiðtoga sé vel undirbúin til að takast á við áskoranir, hvetja jafnaldra sína og leggja sitt af mörkum til vaxtar og velgengni íþróttarinnar.

Við hvetjum blakdeildir á Íslandi til að sækja um að taka þátt með því að senda póst á hpm@bli.is og tilnefna þar leiðbeinanda og 4-6 unga leiðtoga sem væru til í að taka þátt. Áður en sótt er um er mikilvægt að skoða skjalið hér að neðan vel.