Stjórn Blaksambands Íslands hefur ákveðið um innleiðingu nýja keppnisboltans frá Mikasa. Nýr bolti í úrslitahelginni í Kjörísbikarnum.
Ákveðið var á stjórnarfundi í síðustu viku að nýi boltinn verði fyrst tekinn í notkun í keppni 13.-15. mars þegar úrslitahelgin í Kjörísbikarnum 2020 fer fram. Frá og með næsta keppnistímabili (2020-2021) verði V200W boltinn svo skylda í úrvalsdeildum karla og kvenna en í næst efstu deildum sé það valkvætt en að gamli MVA200 verði notaður í neðri deildum. Nýi boltinn verður svo notaður í öllum deildum frá tímabilinu 2021-2022.
Eins og glöggir hafa tekið eftir hefur boltinn verið notaður í keppni frá því í haust en þessi bolti er opinberi bolti alþjóða blaksambandsins (FIVB) og verður notaður á Ólympíuleikunum í Tokyo í sumar. Íslensku landsliðin spiluðu með boltann bæði í Færeyjum í haust og á NOVOTEL Cup í Luxemborg í byrjun janúar og létu leikmenn vel að boltanum.
Nýi boltinn er aðeins öðruvísi fyrri bolta þar sem límdir fletir eru stærri og öðruvísi í laginu. Aðallitur boltans er gulur með bláum flötum en sama áferð er á boltunum en þessi áferð var byltingarkennd á sínum tíma þegar MVA200 kom fram fyrir um 12 árum.