Íslandsmót neðri deilda – helgarmót 2 afstaðið

Um liðna helgi fór fram önnur túrnering af þremur í Íslandsmóti neðri deilda þetta tímabilið.

Mótshaldarar voru Afturelding og Hrunamenn en að Varmá voru allar kvennadeildirnar saman komnar og á Flúðum léku karlarnir í 2. og 3. deild.

Helgina 21.-22. mars fer fram síðasta helgarmótið. Leikið verður í A og B úrslitum í öllum kvennadeildunum nema í 6. deild, þar er leikin deildarkeppni.
Úrslit helgarinnar er hægt að nálagast HÉR!

Kvennadeildirnar verða leiknar á eftirfarandi stöðum:

KA-heimilið, 2. deild kvenna í umsjón KA
Íþróttahúsið á Álftanesi, 3. deild kvenna í umsjón Álftaness
Íþróttahúsið Hvammstanga, 4. deild kvenna í umsjón Kormáks
Íþróttahúsið Torfnesi, 5. deild kvenna í umsjón Vestra
Íþróttahúsið Digranes, 6. deild kvenna í umsjón HK

Sömu helgi fara fram keppnisdagar í karladeildunum en í 2. deild verður leikið í A og B úrslitum á meðan 3. deild karla klárar sína deildarkeppni líkt og 6. deild kvenna.
Úrslit helgarinnar er hægt að nálgast HÉR!

Karladeildirnar verða báðar leiknar í Fagralundi í umsjón HK.

Mótanefnd vinnur nú að því að raða niður leikjum fyrir lokamótið í mars.