Tilmæli vegna Kórónaveirunnar

Vegna tilmæla frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis fer Blaksamband Íslands þess á leit við aðildarfélögin að þau sleppi því að heilsast með handabandi fyrir og eftir leik eins og venjan er þangað til annað verður ákveðið.

Í stað handabandsins mælist BLÍ með því að liðin stilli sér upp með hefðbundnum hætti fyrir leik og klappi í stutta stund áður en leikur hefst. BLÍ hvetur sín aðildarfélög til þess að vera með handspritt tiltækt á ritaraborði á meðan leik stendur.

Nánar má lesa um tilmæli vegna kórónaveirunnar á vef embættis landslæknis:

https://www.landlaeknir.is/koronaveira/

Mynd: Sigga Þrúða