A landslið karla til Færeyja

Karlalandsliðið fer til Færeyja næstkomandi fimmtudag í Evrópukeppni Smáþjóða.

Þjálfarar liðsins eru Filip Szewczyk og Miguel Mateo Castrillo en liðið er töluvert breytt frá því á Smáþjóðaleikunum í vor. Liðið spilar þrjá leiki í mótinu og byrja gegn Skotlandi á föstudag. Á laugardag mætir Ísland liði Grænlands og svo á sunnudag heimamönnum í Færeyjum.

Gríðarleg spenna hefur myndast í Færeyjum fyrir þessu móti en nú eru 30 ár liðin frá því landslið þeirra spilaði opinberan landsleik á heimavelli. Undanfarin ár hefur Blaksamband Færeyja haldið alþjóðleg mót í kvennaflokki og svo nokkur unglingamót í Evrópukeppni.

Karlalandslið Íslands er skipað eftirtöldum leikmönnum

Ragnar Ingi Axelsson, Álftanes (12 leikir)
Birkir Freyr Elvarsson, KA (nýliði)
Máni Matthíasson, Tromsö (32 leikir)
Hilmir Berg Halldórsson, Afturelding (nýliði)
Kristján Valdimarsson, Tromsö (77 leikir)
Elvar Örn Halldórsson, HK (5 leikir)
Galdur Máni Davíðsson, Þrótti Nes (6 leikir)
Valens Torfi Ingimundarson, HK (7 leikir)
Gunnar Pálmi Hannesson, KA (nýliði)
Þórarinn Örn Jónsson, Þrótti Nes (nýliði)
Bjarki Benediktsson, HK (9 leikir)

Nánari upplýsingar um mótið má finna á Facebook síðu færeyska sambandsins