A landsliðin á NOVOTEL CUP

Næstum tvö ár eru liðin frá því að A landsliðin í blaki spiluðu leiki en biðin tekur brátt enda. Blaklandsliðin fara bæði á NOVOTEL CUP í Luxemborg sem að þessu sinni er á dagskrá frá 28.-30. desember. Liðin ferðast út 27. desember og koma heim 31. desember.

Landsliðsþjálfarar hafa valið æfingahópa A liðanna og má finna þá hér fyrir neðan. Burkhard Disch er aðalþjálfari karlalandsliðsins og með honum er Michel Beautier og Tamas Kaposi. Borja Gonzalez Vicente er aðalþjálfari kvennaliðsins og með honum eru Tamara Kaposi-Peto og Antonio Garcia De Alcaraz.

Síðasta mót sem A landsliðin tóku þátt í var einmitt Novotel Cup 2020 (í byrjun ársins) og er því við hæfi að vegferð inn í framtíðina hefst á þessu móti að nýju. Á næsta ári er undankeppni EM landsliða og er ljóst að þjálfarar liðanna okkar eru að byrja að undirbúa liðin fyrir þá keppni. Landsliðsdagskrá næsta árs er að skýrast um þessar mundir hjá Afreksnefnd BLÍ og verður hún tilkynnt við fyrsta tækifæri.

Alls verða 14 leikmenn valdir í hvort A landslið fyrir NOVOTEL CUP en æfingahópana má finna með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan

Kvennalandsliðið mun æfa helgina 17.-19. desember og karlalandsliðið dagana 20.-23. desember.