Lokahópar U17/U18 klárir

Um helgina voru stúlkur í U17 ára landsliðshópi á æfingum á Húsavík. Þjálfarateymið setti upp æfingabúðir fyrir liðið með það markmiði að æfa saman og kynnast betur og því var þétt dagskrá alla helgina.

Lokahópurinn var svo tilkynntur að loknum æfingum helgarinnar og opinberum við hann hér fyrir neðan. U18 lokahópur drengjanna var tilkynntur í síðustu viku eins og sjá má hér en bæði liðin eru á leið í undankeppni EM í Danmörku um miðjan desember.

Lokahópur U17 stúlkur
Isabella Ósk Stefánsdóttir, BF
Sylvía Rán Ólafsdóttir, BF
Helena Einarsdóttir, HK
Matthildur Sigurjónsdóttir, HK
Elín Eyþóra Sverrisdóttir, HK
Karen Lóa Júlíusdóttir, HK
Sunna Rós Sigurjónsdóttir, Afturelding
Hrefna Ágústa Marinósdóttir, Þróttur Fjarðabyggð
Amalía Pálsdóttir Zoega, Þróttur Fjarðabyggð
Erla Marín Guðmundsdóttir, Þróttur Fjarðabyggð
Auður Pétursdóttir, KA
Rakel Hólmgeirsdóttir, KA

Liðið heldur til keppni í Köge í Danmörku 16. desember og leikur við Danmörk, Finnland, Noreg og Færeyjar. Mótið sjálft er dagana 17.-19. desember og kemur liðið til baka um miðjan dag þann 20. desember. Þjálfarar eru Tamas Kaposi og Tamara Kaposi-Peto, sjúkraþjálfari er Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir og fararstjóri Karen Björg Gunnarsdóttir. Með í ferðinni verður Guðný Rut Guðnadóttir landsdómari en hún mun dæma leiki í þessu móti.

Drengjaliðið fer til Jótlands og spilar í Hellehallen. Ferðaplanið er það sama og hjá stelpunum nema að liðið ferðast lengra með rútu. Drengirnir spila líka við Danmörk, Finnland, Noreg og Færeyjar dagana 17.-19. desember.

Lokahópur U18 drengja
Hreinn Kári Ólafsson, Völsungi
Sigurður Helgi Brynjúlfsson, Völsungi
Sigurður Kári Harðarson, HK
Jökull Jóhannsson, HK
Emil Már Diatlovic, HK
Arnar Páll Harðarson, HK
Gunnar Trausti Ægisson, Keflavík
Hákon Ari Heimisson, Vestra
Sverrir Bjarki Svavarsson, Vestra
Jakob Kristjánsson, Þrótti Fjarðabyggð
Agnar Óli Grétarsson, BF
Magni Þórhallsson, Afturelding

Þjálfarar liðsins eru Massimo Pistoia og Hafsteinn Valdimarsson, sjúkraþjálfari er Þór Davíðsson og fararstjóri Jason Ívarsson. Með í ferðinni verður Árni Jón Eggertsson landsdómari en hann mun dæma leiki í drengjamótinu.