A landsliðin á NOVOTEL CUP

Bæði landslið Íslands verða á NOVOTEL CUP 2020 en mótið fer fram í Luxemborg dagana 3.-5. janúar.

Landsliðsþjálfarar eru komnir á fullt í að velja sín landslið en Borja og Valal eru þjálfarar kvennaliðsins eftir að þau framlengdu sinn samning við BLÍ.

Tihomir Paunovski verður aðalþjálfari karlalandsliðsins í þessu verkefni og með honum Egill Þorri Arnarsson en þeir voru einmitt saman þjálfarar með U19 landslið karla í haust. Tihomir hefur verið þjálfari Vestra undanfarin ár og er nú með liðið í Mizunodeild karla í fyrsta sinn en um er að ræða margreyndan fyrrverandi landsliðsmann frá Makedóníu.

Landsliðin munu æfa frá 27.-30. desember en liðin fara út að morgni 1. janúar til Frankfurt og þaðan til Luxemborgar. Mótið hefst svo 3. janúar en hjá báðum kynjum eru sömu þjóðir, Íslands, Skotland, England og Luxemborg.