Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs
Samskiptaráðgjafi

Vefútsendingar frá Mizuno deildum karla og kvenna

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin

Eins og margir glöggir blakáhugamenn hafa tekið eftir þá er Blaksamband Íslands komið í samstarf við Genius um netútsendingar frá leikjum í Mizuno deildum karla og kvenna.
Blaksambandið vill þó benda á að þó að útsendingar séu hafnar, þá er þessi vettvangur enn í þróun og ekki fullkomlega tilbúinn. BLÍ vildi þrátt fyrir ófullkomleikann gera útsendingarnar aðgengilegar í prufufasa, m.a. til að aðstoða við þróun og lagfæringar.
Um leið og viðmótið er fullbúið hjá samstarfsaðilunum úti, verður sérstakur gluggi á heimasíðunni sem leiðir áhugasama á endanlega vefslóð. Þangað til munu útsendingar vera auglýstar á Facebooksíðu sambandsins og hvetjum við áhorfendur til að senda okkur ábendingar á bli@bli.is ef þið teljið eitthvað mega betur fara.