A landsliðin á SCA mót í vor

Íslensku landsliðin munu taka þátt í Smáþjóðamóti í vor/sumar.

Kvennaliðið heldur til Lúxemborgar dagana 25.-29. maí. Liðin sem taka þátt eru sex talsins og verður leikið í tveimur riðlum. Þátttökulið eru Ísland, Lúxemborg, Írland, Norður-Írland, Skotland og Malta. 

Þjálfari liðisins er Borja en hann hefur stýrt liðinu frá árinu 2018.

Karlaliðið fer til Edinborgar, Skotlandi 14.-18. júní. Liðin sem taka þátt eru sex talsins og verður leikið í tveimur riðlum. Þátttökulið eru Ísland, Lúxemborg, Írland, Norður-Írland, Skotland og San Marínó. 

Ekki er staðfest hvaða þjálfari mun stýra verkefninu en vinnan við að setja saman þjálfarateymi er hafin.

Unnið er að æfingaplani fyrir mótið og verður það staðfest fljótlega hvernig því verður háttað.