Á fundi með forystumönnum blakdeildar HK, blakdeildar KA og Blaksambands Íslands um framkvæmd úrslitakeppninnar í blaki karla hafa málsaðilar orðið sammála um eftirfarandi yfirlýsingu vegna ábyrgð forystumanna.
Á fundi með forsvarsmönnum kom fram eindreginn vilji og ósk um að leikmenn, þjálfarar og forystumenn setji blakið í forgang og einbeiti sér að vera blakíþróttinni til sóma og ástundi íþróttamannslega hegðun. Forystumenn blakdeildar HK og KA voru sammála um að mæta með lið sín til leiks með réttu hugarfari þar sem liðsheildin og blakíþróttin eru í fararbroddi.
Grétar Eggertsson, formaður BLÍ
Arnar Már Sigurðsson, formaður blakdeildar KA
Magnús Haukur Ásgeirsson, formaður blakdeildar HK