Íslandsmót karla – fyrsta leikbann leiktíðarinnar

Blaksamband Íslands, merki með texta

Filip Szewczyk, leikmaður nr. 11 hjá karlaliði KA, fékk að líta sitt þriðja rauða spjald á yfirstandandi leiktíð í öðrum leik úrslitakeppni BLÍ föstudaginn 12. apríl.Agareglur BLÍ segja til um refsistig vegna rauðra spjalda og hvernig leikmenn eða þjálfarar fái leikbann. Rautt spjald gefur 1 refsistig og þrjú refsistig senda leikmenn sjálfkrafa í leikbann, skv. 5. Grein c liðs.

Leikmaðurinn hefur hlotið rauð spjöld í eftirfarandi leikjum á leiktíðinni:

  • 4. nóvember 2018  KA-Álftanes
  • 16. febrúar 2019  KA-Afturelding
  • 12. apríl 2019  KA-HK

Filip Szewczyk tekur út leikbannið í næsta leik liðsins sem er leikur þrjú í úrslitum Íslandsmótsins en sá leikur fer fram í dag, 13. apríl 2019.