Æfingar og mótahald- reglur í vinnslu

Blaksamband Íslands eins og önnur sérsambönd innan ÍSÍ funduðu í hádeginu í dag. Þar kom skýrt fram að áhorfendur eru ekki leyfðir á íþróttaleikjum skv. auglýsingu sem gildir frá 14.-27. ágúst.

Blaksambandið vinnur nú að reglum sem snúa að æfingum og mótahaldi í blaki sem uppfylla kröfur yfirvalda um sóttvarnir. Reglurnar þurfa samþykki ÍSÍ og yfirvalda og þangað til það fæst er ekki leyfilegt að æfa nema með tveggja metra regluna og notkun sameiginlegs búnaðar óheimill.

BLÍ mun gefa út reglur til félaganna um leið og samþykki fæst.