Allt á áætlun ennþá

ÍSÍ og sérsambönd ÍSÍ funduðu í gær með almannavörnum og sóttvarnarlækni. Góð mæting var á fundinn þar sem rætt var um Covid-19 veiruna og stöðuna sem uppi er í samfélaginu. Frétt um fundinn má finna hér

Öll sérsambönd ÍSÍ voru sammála um að eins og staðan er í dag þá verður haldið áfram með mótahald í landinu en almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur ítrekað að ekki sé komið á samkomubann.

Blaksamband Íslands er með fjölmarga viðburði á næstu vikum sem eru í dag á áætlun. Kjörísbikarhelgin er um næstu helgi í Digranesi þar sem bestu lið landsliðs munum leika til þrautar og svo úrslitakeppni Íslandsmóts neðri deilda víðsvegar um landið helgina þar á eftir.

Engu að síður er afar mikilvægt að fólk sem hefur verið á skilgreindum hættusvæðum virði ráðleggingar um sóttkví og forðast samneyti við aðra einstaklinga í 14 daga.

Blaksambandið hvetur alla til að fara að tilmælum Embættis landlæknis varðandi hreinlæti og almennar fyrirbyggjandi aðgerðir gegn COVID-19. Handþvottur og spritt er mikilvægt til að minnka áhættuna á smiti.

Fulltrúar ÍSÍ og sérsambandanna hafa komið sér upp samráðsvettvangi sem mun funda reglulega og fylgjast með framvinu mála. Einnig verður fundað með almannavörnum reglulega.

Vefur Embættis landlæknis