Kjörísbikarnum frestað

Öllum leikjum í Kjörísbikarnum sem fara áttu fram um helgina hefur verið frestað.

Blaksamband Ísland ákvað þetta núna eftir hádegið í dag og er ákvæði 5. greinar reglugerðar BLÍ um frestanir leikja beitt en frestunin er byggð á upplýsingum sem bárust sambandinu í dag. Eitt lið sem átti þátttökurétt í undanúrslitum í dag er að stórum hluta í sóttkví vegna COVID-19 tilfellis sem greindist í leikmannahópi félagsins og nær þess vegna ekki að fylla byrjunarlið.

Forsendur fyrir úrslitahelgi Kjörísbikarsins eru því brostnar og verður helginni í heild fundin ný dagsetning í samræmi við tilmæli yfirvalda landsins.

Nánari upplýsinga um komandi viðburði er að vænta strax eftir helgi.