Ársþing BLÍ 13. júní

Framkomnar tillögur hafa verið settar inn á heimasíðu BLÍ og kjörbréf send í tölvupósti til formanna blakdeilda og héraðssambanda/Íþróttabandalaga.

Ársþing BLÍ fer fram laugardaginn 13. júní nk. í Laugardalnum. Þingið er það 48. í röðinni en alls mega 92 þingfulltrúar sitja þingið.

Blak er stundað í 59 félögum víðsvegar um landið í 21 héraðssambandi/íþróttabandalagi. Iðkendafjöldi m.v. starfsskýrsluskil 2019 er 3195. Fjöldi fulltrúa á þingi er reiknaður út frá fjölda liða í Íslandsmóti yfir tímabilið en mest getur stakt félag haft 4 fulltrúa á ársþingi BLÍ. Alls voru 102 lið í Íslandsmóti auk yngriflokkaliða. Blakfélög geta sent 71 fulltrúa á ársþingið og héraðssambönd/íþróttabandalög 21 (1 fulltrúi stjórnar á þing).

Stjórn BLÍ hvetur fólk í hreyfingunni að koma á ársþing BLÍ þar sem ýmis málefni eru til umfjöllunar. Þær tillögur sem eru fram komnar má finna á síðu hér á heimasíðunni. Fleiri upplýsingar munu koma inn á síðuna er nær dregur þingi.

Félögin hafa fengið send kjörbréf sem er æskilegt að skila til BLÍ fyrir 11. júní eða í síðasta lagi á þinginu.