Seinkun á útgefnum greiðsluseðlum vegna þátttökugjalda

Ekki hefur tekist að ljúka við að innleiða nýtt skráningarkerfi hjá BLÍ á sl. vikum og því hafa engir greiðsluseðlar með staðfestingargjöldum tímabilsins 2020-2021 verið sendir út til félganna.

Verið er að vinna í því að skrá inn öll gögn og vonandi í vikulok eða fljótlega í næstu viku berast greiðsluseðlar í netbanka félaganna.

Fyrir vikið lengist sá tími sem félögin fá til að taka ákvörðun um hvort lið á þeirrar vegum taki yfirhöfuð þátt á komandi tímabili.

Blaksambandið biðst afsökunar á þessu og vonar að allt verði komið í réttan farveg fyrr en síðar.