Stjórn Blaksambandsins hefur ákveðið að 49. ársþing Blaksambandsins fari fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 5. júní nk. Fundarboð þess efnis var sent út í dag.
Á þinginu verður kosið í embætti formanns BLÍ til tveggja ára auk þess sem kosið er um tvo aðila í stjórn sambandsins auk þriggja í varastjórn. Tillögur sem sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þinginu skal skila til sambandsins í síðasta lagi 15. maí á bli@bli.is.
Framboðsfrestur fyrir formannsembætti og stjórnarkjörs er til 22. maí 2021 og skal skila framboði á bli@bli.is