Ársþingi frestað

Blaksamband Íslands hefur ákveðið að fresta 48. ársþingi BLÍ sem vera átti 28. mars nk. þar sem samkomubann ríkir í landinu vegna COVID-19.

Fundin verður ný dagsetning fyrir þingið og það boðað að nýju með 1 mánaðar fyrirvara eins og lög gera ráð fyrir.