Yfirlýsing frá BLÍ

Stjórn BLÍ og mótanefnd sambandsins hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna mótahalds í blaki:

  • Mizunodeildum karla og kvenna keppnistímabilið 2019-2020 er aflýst. Staðan eins og hún var í deildunum kl. 00:00 mánudaginn 16. mars er lokastaðan í deildunumKA er deildarmeistari í úrvalsdeild kvenna og Þróttur Neskaupstað er deildarmeistari í úrvalsdeild karla.
  • Úrslitakeppni í Mizunodeildum karla og kvenna keppnistímabilið 2019-2020. Á fundi stjórnar BLÍ með forráðamönnum liða í Mizunodeildum karla og kvenna var samþykkt að nýta næstu daga til að meta hvort og þá hvernig úrslitakeppni Mizunodeilda yrði háttað ef til þess kemur. Ákvörðun mun liggja fyrir eigi síðar en föstudaginn 3. apríl. Ákvörðun um úrslit Kjörísbikarkeppninnar mun einnig verða tekin á þessum tíma. Ákvörðun stjórnar BLÍ mun ávallt taka mið af ástandinu og fyrirmælum stjórnvalda með almannaheill að leiðarljósi.
  • Móthaldi keppnistímabilið 2019-2020 í 1.deild og neðar er aflýst. Staðan eins og hún var í deildunum kl. 00:00 mánudaginn 16. mars er lokastaðan í deildunum. Engar úrslitakeppnir verða haldnar í þessum deildum og því engir Íslandsmeistarar krýndir í þeim. Tilfærslur liða á milli deilda í 2.deild og neðar verða samkvæmt reglugerðum BLÍ og útgefnum útfærslum á þeim ásamt hefðbundnum vinnureglum mótanefndar.
  • Öllu mótahaldi í yngri flokkum er jafnframt aflýst.