Bikarkeppni BLÍ – opið fyrir skráningu

Búið er að opna fyrir skráningu í Kjörísbikarkeppni Blaksambands Íslands fyrir árið 2020.

Hér að neðan er skráningarhlekkur sem félögin þurfa að nota til að skrá lið sitt til leiks. Ef félög eru að senda fleiri en eitt lið til keppni þá þarf að fylla út skráningarformið fyrir hvert og eitt lið. Eins og síðustu ár þá er staðfestingargjald fyrir þátttöku 10.000.- krónur sem gengur upp í þátttökugjald 1.umferðar. Hver umferð eftir 1. umferð kostar 10.000.- krónur að undanskilinni Bikarhelginni, en ef lið komast þangað þá kostar helgin 25.000.- krónur. Þó ber að nefna kostnaður verður aldrei hærri en 45.000.- krónur á lið fyrir þátttöku í bikarkeppninni. 

Staðfestingargjald skal leggjast inn á: 
0301-26-7570Kt. 450274-0629 
Skráningarfrestur er til sunnudagsins 29. september.

https://forms.office.com/Pages/ResponsePage.aspx?id=O46nd3bnBU63Icz5Oo_ESprMQ0e2bfpGh5Ct8Dp-ZSlUNlRLUk1BWVhFMFZSTzRYQkNVMFhHUUxXMiQlQCN0PWcu

Hér að hægt að finna reglugerð um bikarkeppni BLÍ. Allar frekari upplýsingar veitir skrifstofa BLÍ.