Þjálfarar unglingalandsliða

Blaksamband Íslands, merki með texta

Landsliðsþjálfarar unglingalandsliðanna munu á næstu dögum gefa út æfingahópa fyrir verkefni sín á næstunni. 

U17 landslið karla og kvenna fara í NEVZA mót í IKAST í Danmörku dagana 13.-18. október. Landsliðsþjálfarateymið er þannig skipað. 

U17 kvenna:  Aðalþjálfari Borja Gonzalez Vicente og honum til aðstoðar Birta Björnsdóttir
U17 karla:  Aðalþjálfari er Lárus Jón Thorarensen og honum til aðstoðar Sladjana Smiljanic

U19 landslið karla og kvenna fara í NEVZA mót í Kuortane í Finnlandi dagana 23.-28. október. Landsliðsþjálfarateymið er þannig skipað.

U19 kvenna:  Aðalþjálfari Borja Gonzalez Vicente og honum til aðstoðar Ragnar Ingi Axelsson
U19 karla:  Aðalþjálfari er Tihomir Paunovski og honum til aðstoðar Egill Þorri Arnarsson

Á næstu dögum birtir BLÍ æfingahópa fyrir öll þessi landslið en þau munu æfa helgina 27.-29. september nk.