Bikarmót yngri flokka á Akureyri

2. flokkur Aftureldingar

Á morgun hefst bikarmót yngri flokka í blaki en mótið er haldið á Akureyri í ár. Mótið er leikið yfir helgina, 20.-21. febrúar, og eru þátttökuflokkar fjórir að þessu sinni, U16 kvenna, U14 kvenna, U15 karla og U15 gestalið. Þátttökuliðin eru eftirfarandi:

U16 kvenna
HK 1, HK 2, KA, Þróttur R., Keflavík og Afturelding.

U14 kvenna
HK 1, HK 2, Þróttur R., Völsungur 1, Völsungur 2, Þróttur N., KA 1 og KA 2

U15 karla
HK, Þróttur N., Vestri, KA og Afturelding/Þróttur R.

U15 gestalið
Keflavík, Rimar, Vestri og Völsungur

Leikjaniðurröðun er að verða klár og birtist hún nýuppfærð fljótlega inn á mótakerfi yngri flokka