Um helgina fór fram vel heppnað bikarmót yngri flokka á Akureyri. Mótið litaðist að einhverju leyti af þeim sóttvarnarreglum sem eru við lýði þessi misserin en mótið fór fram og er það eitt og sér gleðiefni. Leikið var í KA heimilinu og Naustaskóla enda KA mótshaldari bikarmótsins í ár.
Tíu félög sendu 23 lið til þátttöku og voru hátt í 200 krakkar sem tóku þátt í fyrsta alvöru móti vetrarins fyrir þennan aldursflokk.
Úrslit í U16 kvenna
Lið HK 1 varð bikarmeistari 2021, Þróttur R. varð í öðru sæti og lið Aftureldingar og KA deildu þriðja sætinu.
Mistök voru gerð við uppsetningu mótsins sem orsakaði villu í mótakerfi sambandsins og því var ákveðið að Afturelding og KA myndu deila 3. sætinu á milli sín. Mótanefnd þykir þetta afar leitt en sanngjörn niðurstaða þar sem bæði lið fengu sama stigafjölda.
Leikin var einföld umferð milli sex liða. Fimm leikir á lið.
Lokastaða í U16 kvenna
- HK 1
- Þróttur Reykjavík
- Afturelding og KA
- Keflavík
- HK 2
Úrslit í U14 kvenna
Átta lið voru skráð til leiks og var þeim skipt upp í tvo riðla. Eftir riðlakeppni var leikið krossspil og svo um sæti. Fimm leikir á lið.
Þróttur N. varð bikarmeistari 2021, KA 1 varð í öðru sæti og Völsungur 1 lenti í 3. sæti.
Lokastaða í U14 kvenna
- Þróttur N.
- KA 1
- Völsungur 1
- HK 1
- KA 2
- Þróttur Reykjavík
- Völsungur 2
- HK 2
Úrslit í U15 karla
Fimm lið voru skráð til leiks og léku einfalda umferð. Fjórir leikir á lið.
Þróttur N. varð bikarmeistari 2021, Vestri lenti í 2. sæti og HK tók 3. sætið.
Lokastaða í U15 karla
- Þróttur N.
- Vestri
- HK
- Afturelding/Þróttur R.
- KA
Einnig var keppt í einum gestaflokki en um var að ræða U15 gestalið. Það voru fjögur skráð lið, Völsungur, Rimar, Keflavík og Vestri. Leikin var einföld umferð og svo úrslitaleikur milli liðanna í 1. og 2. sæti í riðlinum annars vegar og svo hinsvegar jafningjaleikur á milli liðanna sem enduðu í 3. og 4. sæti í riðlinum.
Lokastaða í U15 gestir
- Völsungur
- Keflavík
- Rimar
- Vestri
Blaksamband Íslands óskar sigurvegurum helgarinnar innilega til hamingju með bikarmeistaratitilinn.
Framtíðin er björt í blakinu.