BLÍ frestar mótahaldi

Blaksamband Íslands frestar öllu mótahaldi á meðan samkomubann er í gildi í landinu.

Eftir tilkynningu frá heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum hefur stjórn BLÍ tekið þá ákvörðun að fresta öllum leikjum í mótum á vegum BLÍ á meðan samkomubann er í gildi í landinu. Nánari upplýsingar verða gefnar út eins og tilefni er til en BLÍ mun fylgja tilmælum almannavarna og ÍSÍ í starfi sambandsins. Stjórn BLÍ vill beina því til forsvarsmanna og þjálfara félganna að fara að einu og öllu eftir tilmælum stjórnvalda þegar kemur að starfi félaganna á meðan samkomubanninu stendur frá miðnætti á sunnudagskvöld.