Breytingar á skrifstofu BLÍ

Pálmi Blængsson, sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Blaksambands Íslands frá maí 2022, hefur sagt starfi sínu lausu og ástæðurnar eru tilkomnar vegna breytinga á högum Pálma en hann er að flytja búferlum. Á þeim tíma sem Pálmi hefur starfað fyrir Blaksambandið þá hefur verið í mörg horn að líta og framundan eru mörg spennandi verkefni sem nýr framkvæmdastjóri mun leiða.

Um leið og við þökkum Pálma fyrir samstarfið og óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi að þá er Blaksambandið þegar farið að hefja leit að nýjum framkvæmdastjóra. Áhugasömum aðilum er bent á að hafa samband við formann Blaksamband Íslands og hægt að senda upplýsingar á gretar@bli.is.