Þjálfaranámskeið BLÍ 1 – jan 2023

Þjálfaranámskeið BLÍ 1 verður haldið á Höfuðborgarsvæðinu á nýju ári.

laugardaginn 7.janúar 9:00-17:00 í Varmá (Vallarhús og salur)
sunnudaginn 8.janúar 09:00-16:00 í Fagralundi (á eftir að staðfesta)
kennsla í æfingabúðum U12 frá 10:00-14:00

Skráning fer fram á sportabler.com/shop/bli. Gjald við námskeiðið er 35.000kr en 5000kr afsláttur fæst ef skráning berst fyrir 21.desember. Einnig er hægt að biðja um 25% afslátt ef 3 eða fleiri frá sama félagi skrá sig á námskeið.  Innifalið í verðinu eru öll gögn ásamt hádegismat báða dagana. Eftir námskeið fá þjálfarar skírteini og við minnum á að flest verkalýðsfélög veita styrki fyrir námskeiðum sem þessum. Skráning lokar á hádegi 5.janúar. 

Þetta er síðasta BLÍ 1 þjálfaranámskeið sem verður haldið áður en að nýjar reglur taka gildi næsta haust um að hver sem að þjálfar krakka yngri en 12 ára þurfi að vera með þjálfararéttindi ella fær félagið sekt. Við biðjum öll félög með starfrækt barna og unglinga starf að senda a.m.k. 1 á námskeiðið. Námskeiðið er sérstaklega sett upp á tíma þar sem engir deildarleikir fara fram. Í vor og næsta ár munum við leggja áherslu á námskeiðið BLÍ 2 sem veitir réttindi í þjálfun á U16 og liðum í 1. deild og neðar þar sem reglugerð um þann hóp tekur gildi haustið 2024.

Við vonumst til að sjá sem flesta á námskeiðinu!