Í hádeginu í dag var dregið í 1., 2. og 3. umferð í Kjörísbikarkeppni Blaksambandsins.
Líkt og í fyrra þá er fyrirkomulag keppninnar með hefðbundinni útsláttarkeppni en í ár skráðu 24 lið sig til leiks – 13 kvennalið og 11 karlalið.
Öll úrvalsdeildarlið í karla- og kvennaflokki er skráð til leik ásamt þeim liðum sem voru í pottinum fyrir fyrstu þrjár umferðirnar.
1. umferð kvenna. Liðin sem eru rituð á undan eiga heimaleik.
Þróttur Vogum – Keflavík
Fylkir – BFH
UMFL situr hjá í 1. umferð.
2. umferð kvenna.
UMFL – KA Krákur
Þróttur V./Keflavík – Völsungur
Fer eftir úrslitum í 1. umferð hvort Fylkir eða BFH situr hjá í 2. umferð
3. umferð kvenna
UMFL/KA-Krákur – Þróttur V./Keflavík/Völsungur
Fylkir eða BFH sitja hjá
1. umferð karla.
Keflavík – UMFL
2. umferð karla.
Keflavík/UMFL – Hamar
Þróttur Vogum – Fylkir
Fyrsta umferð er leikin frá 21. október til 27. október og önnur umferð er leikin frá 1. nóvember til 13. nóvember.
Dagsetningar leikjanna verða ákveðnar í vikunni.