Blaksamband Íslands átti fjóra fulltrúa á þjálfararáðstefnu CEV sem haldin var í höfuðborg Búlgaríu 22. september til 24. september. Fyrirlesarar ráðstefnunnar voru Angiolinu Frigoni frá Ítalíu og Eric Hodgson frá Bandaríkjunum, fóru þeir helst yfir lausnamiðaða þjálfun og mikilvægi uppsetningu æfinga í leikaðstæðum. Auk þess að sitja fyrirlestra fékk okkar fólk að vinna með nýjum þjálfurum þar sem átti að leysa verkefni og kynna niðurstöður fyrir fyrirlesara og aðra þjálfara.
Blaksamband Íslands þakkar CEV fyrir frábæra ráðstefnu og þjálfurum fyrir vel unnin störf í Búlgaríu.
Á myndinni eru Sigurður Kári Harðarson, Atli Fannar Pétursson, Jón Karlsson og Gréta Sigurðardóttir sem fóru fyrir hönd Blaksambands Íslands.