Data Volley námskeið

Nú í desember stendur fræðslunefnd BLÍ fyrir Data Volley námskeiði í samráði við Burkard Disch, afreksstjóra. Námskeiðið er í höndum Michel Beautier sem er mjög reyndur á þessu sviði blaksins en kennt verður á Zoom. Búið er að opna fyrir skráningu á bli.felog.is og er námskeiðið þátttakendum að kostnaðarlausu.

Um nokkurt skeið hefur verið notast við þetta tölfræðiforrit fyrir opinbera tölfræði leikja í efstu deild á Íslandi. Hægt er að nýta tölfræðina mun meira en þjálfarar á Íslandi hafa gert og er þetta námskeið sett upp með það að leiðarljósi að auka þekkingu og færni notenda.

Frekari upplýsingar um námskeiðið og dagskrá með dagsetningum má finna hér.