„Getum enn spilað blak heima“

CEV heldur áfram með netfyrirlestra um leiðir til að æfa og þjálfa sig í blaki í heimsfaraldri. Það þarf að skrá sig til að fá aðgang að fyrirlestrinum en allar upplýsingar má finna hér á heimasíðu CEV. Viðburðurinn er á fimmtudaginn næsta 10. desember kl. 14.00 CET (kl. 13.00 á Íslandi).

Fyrirlestrar sem þessir eru um einstaklingsæfingar í Covid fyrir börn og unglinga með myndböndum og áskorunum eða verkefnum. Efnið er gagnlegt hvort sem er fyrir þjálfara eða mögulega afreks- og landsliðskrakka.