Deildarkeppni í Mizunodeild kvenna lokið – HK deildarmeistari

HK er deildarmeistari í Mizunodeild kvenna tímabilið 2020-2021 en seinustu leikjum deildarinnar lauk í kvöld.

Keppni á tímabilinu var tvisvar sinnum stöðvuð vegna Covid-19 og hafði það töluverð áhrif á mótahald vetrarins. Til að mynda náðist einungis að leika 75,6% af deildarkeppninni í ár en 11 leiki vantaði upp á til að fullklára hana.

Vegna þeirrar stöðu sem upp kom í lok mars þá tók stjórn Blaksambandsins þá ákvörðun að áður frestaðir leikir færu ekki fram, heldur yrði deildarkeppni stöðvuð þegar rúmlega 2/3 af mótinu myndu klárast. Vegna þess þurfti að grípa til reiknireglu Covid reglugerðar sambandsins til að finna út hver lokastaða Mizunodeildar kvenna yrði eftir leiki kvöldsins. Reiknireglan reiknar meðaltals stigafjölda liðanna þar sem fjöldi stiga er deilt í fjölda leikja.

Lokastaða Mizunodeildar kvenna
Meðaltals stigafjöldi í leik

  1. sæti HK 2,55 stig
  2. sæti Afurelding 2,42 stig
  3. sæti KA 2,00 stig
  4. sæti Álftanes 0,70 stig
  5. sæti Þróttur Nes 0,67 stig
  6. sæti Þróttur Reykjavík 0,40 stig
Úrslitakeppnin hefst á þriðjudaginn 27. apríl

Úrslitakeppnin er með breyttu sniði í ár en liðin í 3.-6. sæti leika í forkeppni um sæti í undanúrslitum.
KA mætir Þrótti R. í tveimur leikjum, fyrst í Digranesi á þriðjudaginn og svo í KA heimilinu föstudaginn 30. apríl.
Álftanes mætir Þrótti Nes, fyrri leikurinn fer fram í Neskaupstað á þriðjudaginn og sá seinni á Álftanesi á föstudeginum.