Völsungur er deildarmeistari í 1. deild kvenna tímabilið 2020-2021 en seinustu deildaleikirnir fóru fram um helgina.
Keppni á tímabilinu var tvisvar sinnum stöðvuð vegna Covid-19 og hafði það töluverð áhrif á mótahald vetrarins. Til að mynda náðist einungis að leika 73,2% af deildarleikjum í 1. deildinni í ár en 15 leiki vantaði upp á til að fullklára mótið.
Þar sem B-liðin fara ekki í úrslitakeppnina þá verða það lið Völsungs, BF, Ýmis og Fylkis sem berjast um Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild kvenna.
ÚRSLITAKEPPNIN HEFST Á FIMMTUDAGINN 29. APRÍL
Undanúrslitin hefjast nk. fimmtudag en það eru liðin í 1. og 2. sæti í deildarkeppninni sem fá fyrsta heimaleik. Leikið verður eftir Best of 3 fyrirkomulagi en það þýðir að lið verður að sigra tvær viðureignir til að tryggja sér sæti í úrslitum.
Í undanúrslitum mætast lið Völsung og Ýmis annarsvegar og svo lið Fylkis og BF hinsvegar.