Síðustu leikir tímabilsins í deildarkeppni Mizunodeildar karla fóru fram í gærkvöldi.
Keppni á tímabilinu var tvisvar sinnum stöðvuð vegna Covid-19 og hafði það töluverð áhrif á mótahald vetrarins. Til að mynda náðist einungis að leika 76,3% af deildarkeppninni í ár en 17 leiki vantaði upp á til að fullklára hana.
Vegna þeirrar stöðu sem upp kom í lok mars þá tók stjórn Blaksambandsins þá ákvörðun að áður frestaðir leikir færu ekki fram, heldur yrði deildarkeppni stöðvuð þegar rúmlega 2/3 af mótinu myndu klárast. Vegna þess þurfti að grípa til reiknireglu Covid reglugerðar sambandsins til að finna út hver lokastaða Mizunodeildar karla yrði eftir leiki kvöldsins. Reiknireglan reiknar meðaltals stigafjölda liðanna þar sem fjöldi stiga er deilt í fjölda leikja.
Lokastaða Mizunodeildar karla
Meðaltals stigafjöldi í leik
- sæti Hamar 3,00 stig
- sæti HK 2,43 stig
- sæti KA 2,33 stig
- sæti Afturelding 1,83 stig
- sæti Vestri 1,42 stig
- sæti Þróttur Nes 1,25 stig
- sæti Fylkir 0,58 stig
- sæti Álftanes 0,50 stig
- Þróttur Vogum 0,00 stig
ÚRSLITAKEPPNIN HEFST SUNNUDAGINN 2. MAÍ
Úrslitakeppnin er með breyttu sniði í ár en liðin í 8.-9. sæti leika í forkeppni um laust sæti í 8 liða úrslitum.
Álftanes og Þróttur V. mætast í tveimur leikjum með gullhrinu fyrirkomulagi.
8 liða úrslitin hefjast sunnudaginn 9. maí en leikið er 9. maí og 12. maí. Tveir leikir í einvígi með gullhrinu fyrirkomulagi. Liðin sem mætast eru:
HK – Fylkir
KA – Þróttur N.
Afturelding – Vestri
Hamar mætir sigurvegurum úr viðureign Álftanes og Þróttar V.