Dómaranámskeið

Dómaranefnd BLÍ auglýsir dómaranámskeið 4. og 5. september nk. Um er að ræða héraðsdómaranámskeið sem gefur réttindi til að dæma í deildakeppninni í blaki.

Sævar Már Guðmundsson, alþjóðlegur blakdómari heldur námskeiðið í Fundarsal A í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Námskeiðið er opið öllum og sérstaklega þeim sem ætla sér að starfa við dómgæslu. 

Um er að ræða tveggja kvölda námskeið sem endar með 60 mínútna skriflegu prófi og verklegu prófi á Haustmóti BLÍ að Varmá í Mosfellsbæ. 

Dagskrá

Miðvikudagur 4. september frá kl. 17.15-21.30
Fimmtudagur 5. september frá kl. 17.15-20.00. Próftími 20.15-21.15

Námskeiðsgjald er kr. 17.000 á mann og eru öll gögn innifalin, léttar veitingar og prófgjald. 

Greiða skal fyrir upphaf námskeiðs á reikning Blaksambands Íslands 0301-26-7570, kt. 450274-0629

Lágmarksfjöldi eru 5 þátttakendur. Skráningarfrestur er til miðnættis 3. september og fer skráning fram hér