Dómaranámskeið í desember 2022

Dómaranámskeið mun fara fram 5. og 6. desember -FRESTAÐ

FRESTAÐ!

Dómaranefnd BLÍ auglýsir dómaranámskeið 5. og 6. desember nk. Um er að ræða héraðsdómaranámskeið sem gefur réttindi til að dæma í deildakeppninni í blaki. 

Sævar Már Guðmundsson, alþjóðlegur blakdómari heldur bóklega hlutann námskeiðsins á teams svo allir geta tekið þátt sama hvar þeir eru búsettir. Námskeiðið er opið öllum og sérstaklega þeim sem ætla sér að starfa við dómgæslu.  

Um er að ræða tveggja kvölda námskeið sem endar með 60 mínútna prófi.  

Klára þarf verklegan hluta til að fá réttindi og verður boðið uppá verklega kennslu í kringum leiki í 1. deild 10. desember í Fagralundi og 11. desember í Fylkishöll. Á vorönninni mun verkleg kennsla fara fram á öðrum stöðum fyrir þá sem ekki komast til Reykjavíkur í desember.  

Dagskrá 

Mánudagur 4. desember frá kl. 17.15-21.30.
Þriðjudagur 5. september frá kl. 17.15-20.00. Próftími 20.15-21.15. 

Námskeiðsgjald er kr. 16.500 á mann. 

Skráning og greiðsla fer fram í gegnum Sportabler. https://www.sportabler.com/shop/bli. Þar er hægt að velja hvar/hvenær verkleg kennsla fer fram.  

Lágmarksfjöldi eru 5 þátttakendur. Skráningarfrestur er til hádegis 4. desember. 

Þeir sem taka þátt eru beðnir um að lesa yfir leikreglur í blaki á íslensku